Monday, May 27, 2013

þriðjudagur og miðvikudagur

Það eru 2 æfingar eftir fyrir sumarfrí, á morgun þriðjudaginn 28. maí verður æfing kl. 21.00-22.00 lyftingar kl. 20.00.

Á miðvikudaginn 29. maí verður æfinga kl. 19.30-20.30, við endum á skotleikjum þar sem pizzamiðar í boði Sbarro verða í verðlaun.

Allir að mæta og klárum tímabilið með stæl.


Pétur

Thursday, May 23, 2013

6 æfingar eftir fyrir sumarfrí

Næsta æfing er á föstudaginn 24. maí kl. 20.30 lyftingar kl. 19.15.

Æfing á sunnudaginn 26. maí kl. 13.00 á Ásvöllum.

Ívar er að athuga með M16 lokahóf og miðvikudaginn 29. maí verða skotleikir og möguleikar á að vinna vinninga, nánari upplýsingar síðar.

Allir að mæta.


Pétur

Saturday, May 18, 2013

Ekki æfingar

Ásvellir verða lokaðir Hvítasunnuhelgina 19.-20. maí og því falla æfingar niður á sunnudag og mánudag.

Næsta æfing verður því á Ásvöllum þriðjudaginn 21. maí, lyftingar kl. 20.00 og salur kl. 21.00-22.00.

Mætum allir og spilum körfubolta.


Pétur

Thursday, May 16, 2013

Æfing föstudaginn 17. maí

Næsta æfing verður á föstudaginn 17. maí kl. 20.30 á Ásvöllum, lyftingar kl. 19.15.

Ekki æfingar á sunnudag og mánudag vegna Hvítasunnu, byrjum svo aftur þriðjudaginn 21. maí lyftingar kl. 20.00 og æfing á Ásvöllum kl. 21.00.

Allir að mæta.


Pétur

Tuesday, May 14, 2013

Miðvikudagur 15. maí

Æfingin byrjar kl. 20.00 ekki 19.30 eins og vanarlega vegna uppskeruhátíð hjá handboltanum. 

Allir að mæta.

Minni líka á uppskeruhátíðina hjá körfuknattleiksdeildinni á fimmtudaginn 16. maí kl. 18.00.


Pétur

Monday, May 13, 2013

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar fyrir veturinn 2012-2013 verður
fimmtudaginn 16.maí kl. 18:00 á Ásvöllum.

  
Hátíðin verður með hefðbundnu sniði en það sem verður boðið upp á er:
  
- Viðurkenningar
- Bollakeppni
- Skipt niður í þrjá aldurshópa
- Vegleg verðlaun
- Troðslur og boltafimi frá meistaraflokki karla
- Pylsur og með því fyrir alla
  
Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt – gaman væri að sem flestir kæmu
merktir Haukum (-:.
  
Foreldrar, ömmur og afar eru sérstaklega velkomin.
 
 
Með körfuboltakveðju, barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar

Saturday, May 11, 2013

Lokahóf

Verður fimmtudaginn 16. maí, nánari tímasetning síðar.


Pétur